NGC 60
| Tegund: | Þyrilvetrarbraut (Sc) |
| Stjörnulengd: |
00klst 15mín 58,28s |
| Stjörnubreidd: |
-00° 18′ 12,7" |
| Fjarlægð: |
500 milljón ljósár |
| Sýndarbirtustig: |
+14,9 |
| Stjörnumerki: | Fiskarnir |
| Önnur skráarnöfn: |
PGC 1058, UGC 150 |
Franski stjörnufræðingurinn Édouard Stephan uppgötvaði NGC 60 þann 2. nóvember árið 1882.
NGC 60 einkennist af óvenju afmynduðum þyrilörmum. Slíkt er algengt vegna þyngdartogs frá annarri nágrannavetrarbraut. Í þessu tilviki er sökudólgurinn líklega PGC 311352, 30 þúsund ljósára breið sporvöluvetrarbraut við austurbrún NGC 60.
NGC 60 er líklega nokkur stærri en vetrarbrautin okkar eða um 170 þúsund ljósár í þvermál. Hún er mjög dauf og sést aðeins í gegnum stærstu áhugamannasjónauka.
