NGC 604

  • Þríhyrningsþokan, Þríhyrningsvetrarbrautin, Messier 33, þyrilþoka, Þríhyrningurinn
    Risavaxna stjörnumyndunarsvæðið NGC 604 í Þríhyrningsþokunni á mynd Hubble geimsjónauka NASA og ESA. Mynd: NASA og Hubble Heritage Team (STScI/AURA)
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilvetrarbraut
Stjörnulengd:
00klst 54mín 53,5s
Stjörnubreidd:
-37° 41′ 04"
Fjarlægð:
6 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+9
Stjörnumerki: Myndhöggvarinn
Önnur skráarnöfn:
Caldwell 70

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þokuna þann 11. september árið 1784.

NGC 604 er næststærsta og næstbjartasta stjörnumyndunarsvæði Grenndarhópsins. Þokan er um það bil 1.500 ljósár í þvermál, meira en 40 sinnum stærri en sýnilegi hluti Sverðþokunnar í Óríon. Hún er meira en 6.300 sinnum bjartari en Sverðþokan og væri hún í sömu fjarlægð frá okkur skini hún skærar en Venus á himninum. Aðeins Tarantúluþokan í Stóra Magellansskýinu er stærri.

Svo virðist sem hrina stjörnumyndunar hafi orðið í NGC 604 fyrir um þremur milljónum ára. Í holrúmi í miðju þokunnar er þyrping meira en 200 heitra stjarna sem eru mun massameiri en sólin okkar. Sú massamesta er 120 sinnum massameiri en sólin okkar og um 40.000 gráðu heit. Þessar heitu, bláu stjörnur gefa frá sér öfluga vinda sem blása efninu burt og mynda, ásamst höggbylgjum löngu sprunginna stjarna, holrúmið í miðjunni. Stjörnurnar eru svo heitar og gefa frá sér svo orkuríka geislun að skýið byrjar að ljóma.

Heimildir

  1. Courtney Seligman - NGC 604

  2. SIMBAD Astronomical Database - NGC 604