Spurt og svarað um Galíleósjónaukann

Póstlisti kennara

Stjörnufræðivefurinn er með sérstakan póstlista fyrir kennara sem við notum til þess að senda upplýsingar um námsefni, og stjörnukort og við látum vita þar ef eitthvað spennandi sést á næturhimninum.

Hvað er Galíleósjónaukinn?

Galíleósjónaukinn er fyrst og fremst kennslutæki, ætlað til að efla áhuga barna og unglinga á vísindum. Galíleósjónaukinn er stjörnusjónauki með 50 mm safnlinsu sem hentar fólki á öllu aldri vilji það líta til himins og sjá aðeins meira.

Hvernig er Galíleósjónaukinn settur saman?

Sjónaukinn er sáraeinfaldur í samsetningu og notkun. Hér finnur þú íslenskar leiðbeiningar um samsetningu hans.

Hvað er hægt að sjá með Galíleósjónaukanum?

Galíleósjónaukinn er sérstaklega hugsaður til að sýna þér það sem Galíleó sá með sínum sjónauka fyrir rúmum 400 árum. Með honum sérð þú:

Hvar finn ég upplýsingar um hvaða fyrirbæri eru á himninum?

Á Stjörnufræðivefnum er sérstök síða sem nefnist Stjörnuskoðun í kvöld. Þar má nálgast stjörnukort með upplýsingum sem sýna hvað er á himninum þennan mánuðinn. Við mælum með því að þú prentir kortið út.

Við mælum líka með íslenskri útgáfu á Stellarium, sem er ókeypis hugbúnaður. Hann er hægt að setja upp í tölvunni í skólastofunni eða tölvunni heima. Stellarium virkar fyrir MacOS, Windows og Linux. 

Hvernig er best að skipuleggja stjörnuskoðun?

Við höfum sett upp vefsíðu með ábendingum fyrir kennara sem vilja fara með hóp í stjörnuskoðun.

Er hægt að nota sjónaukann að degi til?

Já, það er hægt að nota Galíleósjónaukann að degi til eins og venjulegan sjónauka. Hins vegar er myndin á hvolfi í sjónaukanum þegar venjulega augnglerið er notað (sem gefur 25-falda stækkun).

Er myndin alltaf á hvolfi í gegnum Galíleósjónaukann?

Myndin er á hvolfi ef þú notar venjulega augnglerið sem gefur 25-falda stækkun. Ef þú notar Galíleó augnglerið eingöngu færðu rétta mynd með 17-faldri stækkun en mjög þröngu sjónsviði.

Er hægt að taka myndir í gegnum Galíleósjónaukann?

Já, með einföldum búnaði er hægt að taka myndir af tunglinu. Best er að festa myndavélina á þrífót og beina henni í gegnum augngler sjónaukans. Mundu að slökkva á flassinu og smella svo af.

Hvernig þrífætur passar undir Galíleósjónaukann?

Galíleósjónaukinn er laufléttur. Á honum er hefðbundin þrífótarfesting (¼-20) svo hann passar á nánast alla þrífætur.

Get ég einhvers staðar keypt Galíleósjónaukann?

Nei, því miður er hann uppseldur en 200 eintök af Galileósjónaukanum fóru í almenna sölu og 300 til skóla. Hins vegar viljum við benda á vefverslunina Sjónaukar.is sem er með mesta úrvalið á stjörnusjónaukum á landinu. (Rétt er að taka fram að einn umsjónarmanna Stjörnufræðivefsins rekur þessa vefverslun.)

Hvar get ég skoðað stjörnurnar?

Þegar þú ferð út að skoða stjörnurnar skaltu velja þér eins dimman stað og þú mögulega finnur. Ef þú ert myrkfælin(n) er tilvalið að fá vini sína með sér. Það er auk þess miklu skemmtilegra að njóta alheimsins í góðum félagsskap. Á vef Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness eru gefnir upp nokkrir góðir staðir til stjörnuskoðunar.