Vetrarþríhyrningurinn

Stjörnur Vetrarþríhyrningins eru allar meðal tíu skærustu stjarna á næturhimninum. Síríus er bjartasta fastastjarnan séð frá jörðinni og eru það einungis reikistjörnurnar Venus, Mars og Júpíter sem geta orðið bjartari en hún. Prókýon er í sjöunda sæti yfir björtustu stjörnurnar og Betelgás í því níunda. Síríus og Prókýon eru meðal nálægustu sólstjarnanna við sólina okkar og virðast því bjartar vegna nálægðar við okkur. Betelgás er aftur á móti á meðal stærstu sólstjarna sem þekkjast. Hún er um þúsund sinnum breiðari en sólin og mun einn daginn enda ævi sína sem sprengistjarna. Þar sem hún er í um 600 ljósára fjarlægð mun lífið á jörðinni líklega ekki verða fyrir áhrifum frá sprengingunni.

Stjarna
Stjörnumerki
Sýndarbirtustig
Ljósafl (sól = 1)
Litrófsflokkur
Fjarlægð (ljósár)
Síríus
Stórihundur
- 1,46
25
A1
9
Prókýon
Litlihundur
+ 0,34
8
F5
11
Betelgás
Óríon
+ 0,58
105.00
M2
640

Vetrarþríhyrningurinn er fremur lágt á lofti yfir Íslandi á kvöldin um miðjan vetur (frá desember og fram í mars).

Á suðurhveli jarðar er þríhyrningurinn „á hvolfi“ og tiltölulega hátt á lofti á sumrin. Þar er vetrarþríhyrningurinn því kallaður sumarþríhyrningurinn.

Vetrarþríhyrningurinn, Óríon
Vetrarþríhyrningurinn og Óríon. Mynd: Stjörnufræðivefurinn