Altarið

Stjörnumerki á suðurhveli himins

  • stjörnukort, stjörnumerki, Altarið
    Kort af stjörnumerkinu Altarinu
Helstu upplýsingar
Latneskt heiti:
Ara
Bjartasta stjarna: β Ara
Bayer / Flamsteed stjörnur:
17
Stjörnur bjartari +3,00:
2
Nálægasta stjarna:
Gliese 674
(14,8 ljósár)
Messier fyrirbæri:
0
Loftsteinadrífur:
Engar
Sést frá Íslandi:
Nei

Uppruni

Altari koma margsinnis við sögu í grískum goðsögum enda voru hetjur sífellt að færa guðum fórnir. Altarið sem hér um ræðir er hins vegar sérstakt því það notuðu guðirnir sjálfir til að sverja hollustueið áður en þeir gengu til orrustu gegn Títönunum sem þeir svo að lokum sigruðu. Eftir sigurinn skiptu guðirnir með sér heiminum: Póseidon varð guð hafsins, Hades guð undirheimsins og Seifur guð himinsins. Í þakklætisskyni fyrir sigurinn kom Seifur Altarinu fyrir á himninum sem stjörnumerki.

Grikkir litu á Altarið sem merki um storma á hafi úti. Ef Altarið sæist á meðan aðrar stjörnur væri á bak við ský, mættu sæfarendur búast við sunnangolu.

Í atlösum og hnattlíkönum snýr Altarið oftast í norður og stefna logar úr því til suðurs. Í sumum atlösum táknar merkið altarið sem Mannfákurinn notar til að fórna Úlfinum.

Í Kína tákna stjörnurnar sem mynda Altarið stjörnumerkið Gui, skjaldböku sem lifir í vetrarbrautafljótinu.

Stjörnur

  • α Ara er bláhvít stjarna af B2-gerð í um 240 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

  • β Ara er appelsínugulur reginrisi af K3-gerð í um 600 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

  • γ Ara er blár reginrisi af B1-gerð í um 1140 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

  • δ Ara er blár risi af B-gerð í um 187 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

  • ζ Ara appelsínugulur risi af K3-gerð í um 574 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Djúpfyrirbæri

stjörnumerki, stjörnuhiminn, Altarið
Stjörnumerkið Altarið. Mynd úr Stellarium hugbúnaðinum.

Vetrarbrautarslæðan liggur í gegnum norðvesturhluta Altarisins. Þar eru nokkrar stjörnuþyrpingar og geimþokur. Í merkinu eru eftirfarandi lausþyrpingar:

  • NGC 6193 er lausþyrping um það bil 30 stjarna í um 4.200 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

  • NGC 6200

  • NGC 6204

  • NGC 6208

  • NGC 6250

  • NGC 6253

Og eftirtaldar kúluþyrpingar:

  • NGC 6352

  • NGC 6362

  • NGC 6397

Í Altarinu er einnig ein yngsta hringþoka sem þekkist, Hen 3-1357 eða Stingskatan, sem er í um 18.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Stjörnukort

Kort af stjörnumerkinu Altarinu í prentvænni útgáfu má nálgast hér.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/Ara_(constellation)

  2. Ian Ridpath's Star Tales – Ara