Suðurfiskurinn

  • stjörnukort, stjörnumerki, Suðurfiskurinn
    Kort af stjörnumerkinu Suðurfisknum
Helstu upplýsingar
Latneskt heiti:
Piscis Austrinu
Bjartasta stjarna: Fomalhaut
Bayer / Flamsteed stjörnur:
21
Stjörnur bjartari +3,00:
1
Nálægasta stjarna:
Lacaille 9352
(10,7 ljósár)
Messier fyrirbæri:
0
Loftsteinadrífur:
Engar
Sést frá Íslandi:
Nei

Uppruni

Suðurfiskurinn er gamalt stjörnumerki. Sagt er að það sé upprunalega Fiskamerkið og tákni assýríska fiskaguðinn Dagon og babýlóníska guðinni Dannes. Arabar kölluðu merkið Al Hut al Janubiyy sem merkir Stóri Suðurfiskurinn. Útlínur merkisins eiga að sýna fisk sem liggur á bakinu og sýpur vatn úr vatnskerum Vatnsberans.

Í riti sínu Almagest skráði Ptólmæos sex stjörnur til viðbótar á þessu svæði sem tilheyra ekki lengur Suðurfisknum heldur stjörnumerkjunum Smásjánni (fimm stjörnur) og Hegranum (ein stjarna).

Stjörnur

  • α Piscis Austrini eða Fomalhaut er bjartasta stjarna Suðurfisksins (birtustig ). Nafnið stjörnunnar er arabískt að uppruna, Fum al Hut, sem þýðir „munnur fisksins“. Hún er A3 V stjarna í 25 ljósára fjarlægð frá jörðinni, rúmlega tvöfalt massameiri en sólin og nokkru heitari eða 8.500°C. Árið 1983 uppgötvaðist rykskífa í kringum Fomalhaut sem sýndi sólkerfi í mótun. Árið 2008 var hugsanleg reikistjarna á sveimi í kringum Fomalhaut ljósmynduð. Þessi reikistjarna nefnist Fomalhaut b og er líklega þrisvar sinnum massameiri en Júpíter en í 115 stjarnfræðieininga fjarlægð frá Fomalhaut. Umferðartími hennar er mjög langur eða í kringum 875 jarðár.

  • β Piscis Austrini er fjórða bjartasta stjarna Suðurfisksins (birtustig 4,3). Hún er stjarna af A0 gerð í um 142 ljósára fjarlægð frá jörðinni, 33 sinnum skærari, tvisvar sinnum breiðari og rúmlega tvöfalt massameiri

  • γ Piscis Austrini er sjötta bjartasta stjarna Suðurfisksins (birtustig 4,46). Hún er stjarna af A0 gerð í um 216 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er næstum tvisvar sinnum heitari en sólin okkar, 81 sinnum bjartari, næstum þrisvar sinnum breiðari og þrefalt massameiri.

Djúpfyrirbæri

stjörnumerki, stjörnuhiminn, Suðurfiskurinn
Stjörnumerkið Suðurfiskurinn og nágrenni. Mynd úr Stellarium hugbúnaðinum

Suðurfiskurinn er ekki ýkja auðugur af fallegum djúpfyrirbærum. Í merkinu eru mestmegnis daufar vetrarbrautir. Einna athygliverðust er þyrilvetrarbrautin NGC 7314 sem er af birtustigi 11,9. Hún sést því í gegnum meðalstóra áhugamannasjónauka. NGC 7314 virk vetrarbraut af Seyfert-gerð.

Stjörnukort

Stjörnukort af Suðurfisknum í prentvænni útgáfu er að finna hér.

Heimildir

  1. Ian Ridpath's Star Tales - Piscis Austrinus the southern fish

  2. http://stars.astro.illinois.edu/sow/betapsa.html

  3. http://stars.astro.illinois.edu/sow/gammapsa.html