Fyrirlestur um Fermi gervitunglið

Administrator 05. okt. 2010 Tilkynningar og viðburðir

Þriðjudaginn 5. október heldur Guðlaugur Jóhannesson stjarneðlisfræðingur fyrirlestur um Fermi gervitunglið. Guðlaugur starfar við rannsóknir á gögnum frá gervitunglinu sem einkum greinir uppsprettur gammageislunar í Vetrarbrautinni og utan hennar. Fyrirlesturinn fer fram í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, og hefst klukkan 20:00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og í boði Stjarnvísindafélags Íslands og Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.