Dagbók stjörnufræðikennara – Kennsluvika 1 – vor 2014

Dagbók stjörnufræðikennara – Kennsluvika 1 – vor 2014

Um dagbókina

Hér er sagt frá einni kennsluviku í stjörnufræði við Menntaskólann í Reykjavík veturinn 2013-2014.


Nemendur bjuggu til stjörnuskífu og stjörnuklukku

Fyrsti tími vorannar fór í að nemendur bjuggu til bæði stjörnuskífu fyrir Ísland og stjörnuklukku. Að neðan er vefslóð á síðu þar sem hægt er að ná í snið fyrir stjörnuskífuna. Hún gildir fyrir allt árið en ólíkt Stjörnukorti mánaðarins (sem er birtist mánaðarlega hér á Stjörnufræðivefnum) þá er ekki hægt að hafa reikistjörnurnar inni á skífunni því þær færast á milli stjörnumerkja dýrahringsins. Stjörnuskífunni er svo stungið inn í vasa með leiðbeiningum. Ég þurfti fullt af skærum svo nemendur gætu klippt út og sett saman stjörnuskífuna og vasann fyrir hana (sjálfsagt að láta nemendur koma með skæri að heiman). Ég tók með tvo heftara sem nemendur skiptust á að nota til þess að hefta saman vasann fyrir skífuna. Einnig var ég flottur á því og keypti 120 g pappír fyrir stjörnuskífuna, vasann fyrir hana og stjörnuklukkuna (sem sagt er frá hér að neðan).

Stjörnuklukkan er mjög áhugaverð en hún byggir á því að nota uppröðun Karlsvagnsins og Pólstjörnunnar á himninum til þess að sjá hvað klukkan er.


Tölvutími til að undirbúa örfyrirlestra

Ég hafði eina kennslustund í tölvustofunni þar sem nemendur gátu undirbúið örfyrirlestra vorannar sem voru um eitt fyrirbæri sem tengist viðfangsefnum utan sólkerfisins (stjörnur, stjörnuþyrpingar, gasþokur, vetrarbrautir ,stjörnuskjónaukar...).

Form örfyrirlestranna er þannig að hver nemendi kemur upp og flytur stuttan fyrirlestur í 3-8 mínútur. Hann getur t.d. notað glærusýningu, tússtöfluna, myndbönd af netinu eða Stellarium-forritið (sem er uppsett á tölvunum) eða blandað þessu saman.