Leikskólastig

Upplýsingar um stjörnuskoðun

Á Stjörnufræðivefnum eru ýmsar gagnlegar upplýsingar um stjörnuskoðun:


Jarðarboltinn

Haustið 2013 gáfu Stjörnufræðivefurinn og UNAWE verkefnið öllum leik- og grunnskólum á Íslandi Jarðarbolta til að styðja kennslu í stjörnufræði, samfélagsfræði, Á krakkavef Stjörnuskoðunarfélagsins www.geimurinn.is er að finna kennsluefni sem tengist Jarðarboltanum.


Vísindaleikir um stjörnufræði

Á leikskólanum Björtuhlíð hafa verið þróaðir sérstakir vísindaleikir um stjörnufræði sem voru hluti af M.Ed. verkefni Sverris Guðmundssonar (einn af umsjónarmönnum Stjörnufræðivefsins). Helstu viðfangsefnin eru hreyfing sólar og útlit tunglsins á himninum. Verkefnið stendur ennþá yfir og síðar meir mun bætast við efni um stjörnumerkin og reikistjörnurnar.


Kennsluhugmyndir: Sólkerfið

Á þessari vefsíðu eru ýmsar hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með sólkerfið í heild og reikistjörnurnar. Eitt dæmi er að setja upp líkan af reikistjörnunum í svonefndu „sólkerfisrölti“.


Ýmsar vefslóðir sem tengjast stjörnufræði og jarðvísindum

Á vefnum Náttúrutorg er að finna ýmsar vefslóðir sem tengjast náttúrufræðikennslu.