Hubble tekur mynd af ISON

21. október 2013

  • Halastjarnan ISON á mynd Hubble geimsjónaukans
    Halastjarnan ISON á mynd Hubble geimsjónaukans

Hér sést halastjarnan C/2012 S1, betur þekkt sem ISON, á mynd sem Hubble geimsjónauki NASA og ESA tók þann 9. október 2013 (smelltu á myndina til að stækka hana). Halastjarnan var þá í rúmlega 280 milljón km fjarlægð frá Jörðinni. Hubble hefur tvisvar áður skoðað halastjörnuna á þessu ári.

ISON var komin inn fyrir braut Mars á ferðalagi sínu að sólinni þegar þessi mynd var tekin. Viku fyrr voru gerðar tilraunir til að ná myndum af henni frá Mars en lítið sást á þeim.

ISON verður (vonandi) björtust á kvöldhimninum í lok nóvember og snemma í desember eftir að hún þýtur framhjá sólinni. Ef allt gengur upp mun hún sjást með berum augum í fáeinar vikur en hún dofnar þegar líður á desembermánuð.

Halastjarnan gæti líka sundrast og fjarað út og aldrei orðið það sjónarspil sem vonast er eftir. Við verðum bara að bíða og sjá.

Mynd: NASA, ESA og Hubble Heritage Team (STScI/AURA)

Texti: Sævar Helgi Bragason

Tenglar

Ummæli