Ástarstjarnan og Systurnar sjö

13. apríl 2015

  • Venus og Sjöstirnið. Mynd: Babak Tafreshi
    Venus og Sjöstirnið. Mynd: Babak Tafreshi

Þessa dagana skín ástarstjarnan Venus skært hátt á vesturhimni við sólsetur. Að undanförnu hefur hún átt stefnumót við Systurnar sjö eða Sjöstirnið í Nautinu og hefur sjónarspilið óneitanlega verið glæsilegt. Venus fer hækkandi á lofti og fjarlægist systurnar um leið.

Þessa fallegu mynd af Venusi og Sjöstirninu tók ljósmyndarinn Babak Tafreshi frá bænum Lich í Þýskalandi. Babak var nýlega staddur á Íslandi á vegum Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og nýtti að sjálfsögðu tækifærið til að mynda landið að nóttu til.

Mynd: © Babak Tafreshi, DreamView.net

Ummæli