Dæludvergur sem sáldrar stjörnum yfir himininn

27. febrúar 2012

  • Dæludvergurinn, Dvergvetrarbrautin í Dælunni, Dvergvetrarbraut
    Dvergvetrarbrautin í Dælunni er lítil vetrarbraut sem uppgötvaðist árið 1997. Hún liggur í um 4 milljóna ljósára fjarlægð.

Stjörnurnar sem mynda þessa dvergvetrarbraut í stjörnumerkinu Dælunni, eru í meira en fjögurra milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni. Þessi ljósmynd Hubblessjónaukans af henni er hins vegar svo tær og skýr að ætla mætti að stjörnurnar tilheyrðu okkar eigin vetrarbraut. Þessi vetrarbraut er svo lítil, dauf og dreifð að hún fannst ekki fyrr en árið 1997.

Þótt dvergvetrarbrautin í Dælunni sé lítil er hún síbreytileg og geymir stjörnur á ýmsum stigum þróunar, bæði ungar og gamlar. Nýjustu stjörnurnar eru á miðsvæðum vetrarbrautarinnar, þar sem mikil stjörnumyndun á sér stað, en í útjöðrunum eru eldri stjörnur og kúluþyrpingar.

Ekki er alveg ljóst hvort Dæludvergurinn tilheyri sama vetrarbrautahópi og við, Grenndarhópnum, en líklega er hún rétt fyrir utan hann. Þótt hún sé tiltölulega afskekkt telja sumir hana hafa víxlverkað við aðra hópa. Vísbendingar um það sjást í annarri vetrarbraut, NGC 3109, sem er nálægt Dæludvergnum en sést ekki á myndinni. Í báðum vetrarbrautunum eru hópar stjarna sem ferðast á sambærilegum hraða sem er vísbendingum um að þær hafi tengst einhvern tímann í fortíðinni.

Þessi mynd var sett saman úr mælingum Advanced Camera for Surveys á Hubblessjónaukanum á sýnilega og innrauða hluta rafsegulrófsins. Sjónsviðið spannar um það bil 3,2 x 1,5 bogamínútur.

Mynd: NASA/ESA og Hubble

Um fyrirbærið

  • Nafn: Dvergvetrarbrautin í Dælunni
  • Tegund: Vetrarbraut
  • Fjarlægð: 4 milljón ljósár

Myndir

Þysjanleg mynd

Tengt efni

Ummæli