Gagnstaða

Í stjörnufræði er gagnstaða (e. opposition), táknað ☍, sú stund þegar reikistjarna (eða annar himinhnöttur) er gegnt sólinni séð frá viðmiðunarhnetti. Þegar reikistjarna er í gagnstöðu frá Jörðu séð, eru Jörðin, reikistjarnan og sólin í beinni línu eða í okstöðu. Frá Jörðu séð geta aðeins ytri reikistjörnurnar — Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus — verið í gagnstöðu á meðan innri reikistjörnurnar Venus og Merkúríus geta verið í innri eða ytri samstöðu

Hnöttur í gagnstöðu:

 • Rís við sólsetur, er í hásuðri á miðnætti og sest við sólarupprás,

 • er því sem næst full upplýstur frá Jörðu séð,

 • er nálægt þeim punkti á braut sinni um sólina sem er nokkurn veginn næstur Jörðinni og liggur hnötturinn þá best við athugun,

 • er á bakhreyfingu á himninum.

Þegar innri reikistjarna er á gagnstæðri hlið sólar (hinu megin sólar) séð frá ytri reikistjörnu, er innri reikistjarnan sögð í ytri samstöðu (e. superior conjunction) við sólina. Innri samstaða (e. inferior conjunction) verður þegar reikistjörnurnar tvær eru í línu sömu megin sólar. Við innri samstöðu er ytri reikistjarnan þá í gagnstöðu við sól séð frá innri reikistjörnunni, eins og skýringarmyndin sýnir.

Tunglið er í gagnstöðu við sólina þegar það er fullt. Þegar tunglið er nákvæmlega í gagnstöðu við sólin verður tunglmyrkvi. Þegar Jörðin er í gagnstöðu við sólina er Jörðin full á himninum yfir næturhlið tunglsins.

1. Töflur yfir reikistjörnur í gagnstöðu við Jörðina

1.1 Mars í gagnstöðu við Jörð

Ár
Dagsetning
2016
22. maí
2018
27. júlí
2020
13. október
2022
8. desember
2025
16. janúar
2027
19. febrúar
2029
25. mars
2031
4. maí
2033
27. júní

1.2 Júpíter í gagnstöðu við Jörð

Ár
Dagsetning
2016
8. mars
2017
7. apríl
2018
9. maí
2019
10. júní
2020
14. júlí

1.3 Satúrnus í gagnstöðu við Jörð

Ár
Dagsetning
2016
3. júní
2017
15. júní
2018
27. júní
2019
9. júlí
2020
2. ágúst
2021
2. ágúst

1.4 Úranus í gagnstöðu við Jörð

Ár
Dagsetning
2016
15. október
2017
19. október
2018
24. október
2019
28. október
2020
31. október
2021
5. nóvember

1.5 Neptúnus í gagnstöðu við Jörð

Ár
Dagsetning
2016
2. september
2017
4. september
2018
7. september
2019
10. september
2020
11. september
2021
14. september

Tengt efni

 • Samstaða og álengd

Heimildir

 1. Fred Espenak. 2016 Calendar of Astronomical Events. Astropixels.com

 2. Fred Espenak. 2017 Calendar of Astronomical Events. Astropixels.com

 3. Fred Espenak. 2018 Calendar of Astronomical Events. Astropixels.com

 4. Fred Espenak. 2019 Calendar of Astronomical Events. Astropixels.com

 5. Fred Espenak. 2020 Calendar of Astronomical Events. Astropixels.com

 6. Fred Espenak. 2021 Calendar of Astronomical Events. Astropixels.com

- Sævar Helgi Bragason