Stjörnuhiminninn

September 2023

Í september er loksins orðið fullkomlega dimmt á Íslandi og aðstæður góðar til að skoða stjörnuhiminninn. Í september 2023 eru reikistjörnurnar Júpíter og Satúrnus sérstaklega áberandi.

  • 23. september - Haustjafndægur: Laugardagsmorguninn 23. september kl. 06:50 eru jafndægur að hausti hér á norðurhveli en vorjafndægur á suðurhveli.

TUNGLIÐ

  • Hálft minnkandi: 6. september
  • Nýtt tungl: 15. september
  • Hálft vaxandi: 22. september
  • Fullt tungl: 29. september, kl. 09:57 - Fulla septembertunglið næst haustjafndægrum er stundum kallað Uppskerumáni)

REIKISTJÖRNUR Á LOFTI

Merkúríus er morgunstjarna í Ljóninu seinni helming mánaðarins. Hann er mjög lágt á lofti og lækkar þegar líður að mánaðarmótum september/október. Merkúríus er í vestustu álengd (lengst frá sól í vestri) 22. september og liggur þá best við athugun.

Venus er morgunstjarna í Krabbanum í byrjun mánaðarins en færist yfir í Ljónið í lok september. Hún er lang skærasta „stjarna“ himins og sést vel í austri við birtingu

Mars er ekki á lofti.

Júpíter er kvöldstjarna í Hrútnum. Hann sést í austri skömmu eftir sólsetur og er í suðri við birtingu. Að kvöldi 4. september verður hálft minnkandi tunglið skammt frá Júpíter og Úranusi. 

Satúrnus er kvöldstjarna í Vatnsberanum. Að kvöldi 26. september verður gleitt vaxandi tunglið rétt fyrir neðan Satúrnus.

Úranus er kvöldstjarna í Nautinu, skammt frá Júpíter. Nota þarf sjónauka til að koma auga á hann.

Neptúnus er kvöldstjarna í Fiskunum. Nota þarf sjónauka til að koma auga á hann. Neptúnus er í gagnstöðu við Jörð 19. september.

LOFTSTEINADRÍFUR

Í september eru engar meiriháttar loftsteinadrífur.

Stjornuskodun-scaledLÆRÐU MEIRA

Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna er leiðarvísir um stjörnuhiminninn yfir Íslandi.

Í bókinni eru kort þar sem merkt eru áhugaverð fyrirbæri að skoða með handsjónaukum eða litlum stjörnusjónaukum.