51 Pegasi

51 Pegasi b

  • Kort af 51 Pegasi í Pegasusi. Mynd: Stjörnufræðivefurinn
    Kort af 51 Pegasi
Tölulegar upplýsingar
Stjörnumerki: Pegasus
Stjörnulengd:
22klst 57mín 27,98sek
Stjörnubreidd:
+20° 46' 07,8“
Fjarlægð: 50,9 ljósár
Sýndarbirtustig:
+5,49
Litrófsflokkur: G2.5IVa
Reyndarbirta: +4,51
U-B litvísir: 0,22
Hliðrun:
64,07 ± 0.30 mas/ár
Massi:
1,06 M
Radíus:
1,237 ± 0,047 R
Ljósafl:
1,30 L
Fjarlægð reikistjörnu frá móðurstjörnu: 7,89 milljón km
Umferðartími reikistjörnu: 4,23 dagar
Massi reikistjörnu (m sin I):
0,472 MJúp (150 M)

Sýndarbirtustig 51 Pegasi er +5,49 svo hún er naumlega sýnileg með berum augum við góðar aðstæður. Stjarnan er gulur dvergur, rúmlega 6 til 8 milljarða ára gömul, nokkru eldri en sólin okkar, 4-6% massameiri, með meira málmamagn og að klára vetnisforða sinn.

51 Pegasi b

Þann 6. október 1995 tilkynntu svissnesku stjörnufræðingarnir Michel Mayor og Didier Queloz um uppgötun á fjarreikistjörnu á braut um 51 Pegasi. Var þetta fyrsta fjarreikistjarnan sem fannst á braut um stjörnu sem líktist sólinni okkar. Hlaut hún nafnið 51 Pegasi b.

Reikistjarnan fannst með nákvæmum Doppler litrófsmælingum með ELODIE litrófssjánni í Observatorie de Haute-Provence. Í Doppler litrófsmælingum er fylgst með örlitlum en mælanlegum breytingum á litrófslínum í litrófi stjörnunnar af völdum þyngdartogs frá reikistjörnunni.

Með sömu aðferð staðfestu stjörnufræðingarnir Geoff Marcy og Paul Butler tilvist 51 Pegasi b aðeins sex dögum síðar. Notuðu þeir til þess Hamilton litrófssjánna við Lick stjörnustöðina í San Jose í Kaliforníu. Hér undir sést sjónstefnuhraði stjörnunnar í m/s sem fall af tíma. Sveiflurnar eru af völdum reikistjörnunnar.

51 Pegasi b, doppler litrófsmæling, sjónstefnumæling

Uppgötvunin markaði mikil tímamót í stjarnvísindum. Þarna var sýnt fram á að hægt var að finna stórar reikistjörnur með stuttan umferðartíma. Í kjölfarið fannst fjöldi annarra fjarreikistjarna.

Eðliseinkenni

Fljótlega eftir uppgötvunina kom í ljós að 51 Pegasi b hringsólar um móðurstjörnuna í 7,9 milljón km fjarlægð og lýkur einni umferð á rúmum fjórum dögum. Massi hennar er um helmingur af massa Júpíters eða 150 faldur massi jarðar.

51 Pegasi b er heitur gasrisi. Hitastigið í lofthjúpi hennar er líklega yfir 2000°C. Hún er nógu massamikil til að geta viðhaldið lofthjúpi sínum þrátt fyrir nálægðin við móðurstjörnuna og hitastigið.

Heimildir

  1. http://jumk.de/astronomie/exoplanets/51-pegasi.shtml

  2. Naming the extrasolar planets. 21. október 2009 http://arxiv.org/abs/0910.3989

  3. Mayor, Michael; Queloz, Didier (1995). "A Jupiter-mass companion to a solar-type star". Nature 378 (6555): 355–359. doi:10.1038/378355a0

  4. Renard, S.; Absil, O.; Berger, J. -P.; Bonfils, X.; Forveille, T.; Malbet, F. (2008). "Prospects for near-infrared characterisation of hot Jupiters with the VLTI Spectro-Imager (VSI)". arΧiv:0807.3014v1 [astro-ph]. 

  5. Lucas, P. W.; Hough, J. H.; Bailey, J. A.; Tamura, M.; Hirst, E.; Harrison, D. (2007). "Planetpol polarimetry of the exoplanet systems 55 Cnc and tau Boo". arΧiv:0807.2568v1 [astro-ph]

  6. van Leeuwen, F. (2007). "HIP 113357". Hipparcos, the New Reduction. http://webviz.u-strasbg.fr/viz-bin/VizieR-5?-out.add=.&-source=I/311/hip2&recno=112974.

  7. Gerard T. van Belle and Kaspar von Braun (2009). "Directly Determined Linear Radii and Effective Temperatures of Exoplanet Host Stars" (abstract). The Astrophysical Journal 694 (2): 1085–1098. http://www.iop.org/EJ/abstract/0004-637X/694/2/1085/. (web Preprint)

  8. Baliunas et al. (1996). "Magnetic Field and Rotation in Lower Main-Sequence Stars: An Empirical Time-Dependent Magnetic Bode's Relation?". The Astrophysical Journal Letters 457 (2): L99–L102. http://www.iop.org/EJ/article/1538-4357/457/2/L99/5296.html. .

  9. Mamajek, Eric E.; Hillenbrand, Lynne A. (November 2008). "Improved Age Estimation for Solar-Type Dwarfs Using Activity-Rotation Diagnostics". The Astrophysical Journal 687 (2): 1264–1293. 2008ApJ...687.1264M.

  10. Mayor, Michael; Queloz, Didier (1995). "A Jupiter-mass companion to a solar-type star". Nature 378 (6555): 355–359. http://owww.phys.au.dk/~hans/exo/paper01.pdf

  11. Butler et al. (2006). "Catalog of Nearby Exoplanets". The Astrophysical Journal 646(1): 505–522. http://www.iop.org/EJ/article/0004-637X/646/1/505/64046.html

  12. Butler et al. (2006). "Catalog of Nearby Exoplanets". The Astrophysical Journal 646 (1): 505–522. http://www.iop.org/EJ/article/0004-637X/646/1/505/64046.html.  (vefútgáfa)

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2011). 51 Pegasi. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuliffraedi/fjarreikistjornur/51-pegasi (sótt: DAGSETNING)