NGC 1087

  • NGC 1087, þyrilvetrarbraut
    Þyrilvetrarbrautin NGC 1087 í stjörnumerkinu Hvalnum. Mynd: Jeff Thompson/Adam Block/NOAO/AURA/NSF
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilvetrarbraut
Stjörnulengd:
02klst 46mín 25,2s
Stjörnubreidd:
-00° 29′ 55"
Fjarlægð:
80 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+12
Stjörnumerki: Hvalurinn
Önnur skráarnöfn:
UGC 2245

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þann 9. október árið 1785.

NGC 1087 hefur mjög lítinn kjarna, rytjulega þyrilarma og mjög stuttan bjálka sem margt er enn á huldu um. Hún er næstum 90 þúsund ljósár í þvermál, örlítið minni en vetrarbrautin okkar.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_1087

  2. Courtney Seligman - NGC 1087

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 1087