NGC 147

  • NGC 147, dvergvetrarbraut
    Dvergvetrarbrautin NGC 147 í stjörnumerkinu Kassíópeiu. Mynd: 2MASS
Helstu upplýsingar
Tegund: Dvergvetrarbraut
dSph/dE5
Stjörnulengd:
00klst 32mín 12,1s
Stjörnubreidd:
+48° 30′ 32"
Fjarlægð:
2,6 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+10,5
Stjörnumerki: Kassíópeia
Önnur skráarnöfn:
PGC 2004, UGC 326

Enski stjörnufræðingurinn John Herschel uppgötvaði vetrarbrautina árið 1829. Hún hefur mjög litla yfirborðsbirtu svo erfitt er að koma auga á hana í gegnum sjónauka.

Árið 1944 sýndi stjörnufræðingurinn Walter Baade fram á að NGC 147 tilheyrir Grenndarhópnum. Hún er nánar tiltekið fylgivetrarbraut Andrómeduþokunnar (M31).

NGC 147 og NGC 185 mynda saman par en sú síðarnefnda sést betur í gegnum áhugamannasjónauka.

Heimildir

  1. Courtney Seligman - NGC 147

  2. SIMBAD Astronomical Database - NGC 147