NGC 17

  • NGC 17, þyrilvetrarbrautir, samruni vetrarbrauta
    Þyrilvetrarbrautin NGC 17 í stjörnumerkinu Hvalnum. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilvetrarbraut (Sc)
Stjörnulengd:
00klst 11mín 06,5s
Stjörnubreidd:
-12° 06′ 26"
Fjarlægð:
250 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+15,3
Stjörnumerki: Hvalurinn
Önnur skráarnöfn:
PGC 781

NGC 17 er afleiðing samruna tveggja skífuvetrarbrauta. Við samruna hófst stjörnumyndunarhrina í miðsvæðum vetrarbrautarinnar og stendur hún enn yfir. Skífan er þess vegna blá. Vetrarbrautin er enn gasrík og hefur einn kjarna. Hún er um 160 þúsund ljósár í þvermál en frá henni liggur langur straumur stjarna sem er afleiðing samrunans.

Þessi vetrarbraut ber tvö NGC númer, 17 og 34. Bandaríski stjörnufræðingurinn Frank Muller fann hana fyrstur árið 1886 og var hún þá skrásett NGC 17. Síðar sama ár fann annar stjörnufræðingur, Lewis Swift, sömu vetrarbraut og var hún þá skrásett NGC 34.

Heimildir

  1. SpaceTelescope.org - NGC 17

  2. NASA/IPAC Extragalactic Database - NGC 17