NGC 2264

Keiluþokan og Jólatrésþyrpingin

  • NGC 2264, ljómþoka, Jólatrésþyrpingin, Keiluþokan
    Ljómþokan NGC 2264 í stjörnumerkinu Einhyrningnum. Mynd: ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Ljómþoka
Stjörnulengd:
06klst 41mín
Stjörnubreidd:
+9° 53′
Fjarlægð:
2.600 ljósár
Sýndarbirtustig:
+3,9
Stjörnumerki: Einhyrningurinn
Önnur skráarnöfn:

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þokuna þann 18. janúar árið 1784 og mismunandi hluta hennar næstum tveimur árum síðar.

NGC 2264 er mjög stór og bera mismunandi hlutar hennar mismunandi nöfn:

  • Keiluþokan (e. Cone Nebula) er ljóm- og skuggaþoka sem Herschel uppgötvaði 26. desember árið 1785, í suðurhluta NGC 2264. Þokan dregur nafn sitt af löguninni sem minnir á keilu. Keilan er í raun skuggaþoka úr köldu sameindavetni og ryki fyrir framan ljómþokuna sem lýst er upp af S Monocerotis, björtustu stjörnunni í NGC 2264. Þokan er um sjö ljósár að lengd.

  • Jólatrésþyrpingin (e. Christmas Tree Clusters) er í lausþyrping um 40 stjarna í norðurhluta NGC 2264. Þyrpingin dregur nafn sitt af löguninni sem minnir á útlínur jólatrés séð í gegnum spegilsjónauka sem snýr myndinni á hvolf. Stjarnan S Monocerotis er hluti af þessari þyrpingu. Hún er risastjarna af O7 gerð, um 8.500 sinnum bjartari en sólin okkar.

Fyrir utan þessi svæði eru líka önnur áhugaverð landslög gass og ryks í þokunni. Hægra megin við björtustu stjörnuna á myndinni hér að ofan er þoka með mynstur sem minnir á feld. Þetta svæði er einmitt nefnt Refafeldsþokan (Fox Fur Nebula).

Myndin að ofan sýnir 30 ljósára breitt svæði í geimnum. Hún var tekin með Wide Field Imager myndavélinni á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni.

Heimildir

  1. A Sparkling Spray of Stars

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_2264

  3. Courtney Seligman - NGC 2264

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 2264