NGC 246
| Tegund: | Hringþoka |
| Stjörnulengd: |
00klst 47mín 3,3s |
| Stjörnubreidd: |
-11° 52′ 18,94" |
| Fjarlægð: |
1.600 ljósár |
| Sýndarbirtustig: |
+8 |
| Stjörnumerki: | Hvalurinn |
| Önnur skráarnöfn: |
Caldwell 56 |
Höfuðkúpan var eitt sinn ytri hjúpur stjörnu á borð við sólina okkar. Undir lok ævi hennar þandist hún út og varpaði síðan ytri lögum sínum frá sér á nokkur þúsund árum. Þá myndaðist hringþokan og í miðju hennar er þéttur, heitur, hvítur dvergur. Hvíti dvergurinn sést á myndinni sem daufari stjarna í þessu tvístirnakerfi.
