NGC 247

  • NGC 247, þyrilvetrarbraut, Myndhöggvarahópurinn, Sculptor group
    Þessi mynd af þyrilþokunni NGC 247 var tekin með Wide Field Imager (WFI) í stjörnustöð ESO í La Silla í Chile. NGC 247 er talin í um 11 milljón ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Hvalnum. Hún er ein nálægasta vetrarbrautin við Vetrarbrautina okkar og tilheyrir Myndhöggvarahópnum. Mynd: ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
0klst 47mín 8,5s
Stjörnubreidd:
-20° 45′ 37"
Fjarlægð:
11 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+9,2
Stjörnumerki: Hvalurinn
Önnur skráarnöfn:
PGC 2758, ESO 540-22, Caldwell 62

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þann 20. október árið 1784.

NGC 247 tilheyrir Myndhöggvarahópnum, safni vetrarbrauta sem tengjast allar Myndhöggvaravetrarbrautinni NGC 253. Þetta er nálægasti vetrarbrautahópurinn fyrir utan Grenndarhópinn sem inniheldur vetrarbrautina okkar.

Lengi vel var fjarlægðin til NGC 247 ofmetin vegna halla vetrarbrautarinnar og þess mikla ryks sem í henni er. Rykið dró úr birtu sefíta sem notaðir eru til fjarlægðamælinga. Vetrarbrautin er um 70.000 ljósár í þvermál.

Heimildir

  1. ESO.org - Rykug skífa NGC 247

  2. Courtney Seligman - NGC 265

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 265