NGC 2818

  • NGC 2818, hringþoka
    Hringþokan NGC 2818 í stjörnumerkinu Áttavitanum. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Hringþoka
Stjörnulengd:
09klst 16mín 01s
Stjörnubreidd:
-36° 37′ 38,76"
Fjarlægð:
10.000 ljósár
Sýndarbirtustig:

Stjörnumerki: Áttavitinn
Önnur skráarnöfn:
PLN 261+8,1

Skoski stjörnufræðingurinn James Dunlop uppgötvaði þyrpinguna þann 28. maí árið 1826.

NGC 2818 er sjaldgæft dæmi um hringþoku í lausþyrpingu. Almennt séð sundrast lausþyrpingar á nokkur hundruð milljónum ára en stjörnur sem verða að hringþokum endast venjulega í milljarða ára. Þess vegna er mjög sjaldgæft að lausþyrping viðhaldist nógu lengi til þess að ein af stjörnum hennar verði hringþoka. Þyrpingin er enda mjög gömul, um eins milljarðs ára.

Þessi glæsilega þoka var eitt sinn stjarna á borð við sólina okkar. Þegar eldsneytið var uppurið gat hún ekki lengur viðhaldið kjarnasamruna í kjarna sínum og tók að varpa frá sér ytri lögum sínum út í geiminn. Hringþokur eru æði ólíkar en lögun NGC 2818 er einkar erfitt að túlka. Hins vegar gefur staðsetning hennar innan í lausþyrpingunni stjörnufræðingum hugmynd um aldur hennar og fjarlægð sem annars væri erfitt að vita.

Heimildir

  1. Hubble snaps images of a nebula within a cluster

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_2818

  3. Courtney Seligman - NGC 2818

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 2818