NGC 3918

  • NGC 3918, hringþoka
    Bláa hringþokan (NGC 3918) í stjörnumerkinu Mannfáknum. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Hringþoka
Stjörnulengd:
11klst 50mín 17,7s
Stjörnubreidd:
-57° 10′ 56,9"
Fjarlægð:
4.900 ljósár
Sýndarbirtustig:
+8,5
Stjörnumerki: Mannfákurinn
Önnur skráarnöfn:

Enski stjörnufræðingurinn John Herschel uppgötvaði þokuna þann 3. apríl árið 1834 þegar hann var við stjörnuathuganir á Góðrarvonarhöfða í Suður Afríku.

NGC 3918 sýnir lokastigið í ævi stjörnu á borð við sólina okkar. Undir lok ævinnar þandist hún út og varð að rauðum risa. Þegar eldsneytið var uppurið byrjaði hún að varpa frá sér ytri lögum sínum og mynda hringþokuna. Í miðjunni situr eftir hvítur dvergur, kjarninn úr stjörnunni sem áður skein skært.

NGC 3918 sést vel í gegnum litla stjörnusjónauka og vekur blár litur hennar jafnan athygli stjörnuáhugamanna.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_3918

  2. Courtney Seligman - NGC 3918

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 3918