NGC 4945

  • NGC 4945, þyrilvetrarbraut
    Þyrilvetrarbrautin NGC 4945 í stjörnumerkinu Mannfáknum. Mynd: ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilvetrarbraut
Stjörnulengd:
13klst 05mín 27,5s
Stjörnubreidd:
-49° 28′ 06"
Fjarlægð:
12 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+9,3
Stjörnumerki: Mannfákurinn
Önnur skráarnöfn:
Caldwell 83

Skoski stjörnufræðingurinn James Dunlop uppgötvaði vetrarbrautina þann 29. apríl árið 1826.

NGC 4945 tilheyrir hópi nálægra vetrarbrauta sem kenndur er við vetrarbrautirnar Centaurus A og M83. Mælingar á röntgengeislun og innrauðu ljósi frá NGC 4945 benda til að hún hafi virkan kjarna og sé þar af leiðandi Seyfert vetrarbraut af gerð 2. Í kjarnanum á sér stað mikil og ör nýmyndun stjarna.

Heimildir

  1. First Colour Photo from ESO's Wide-Field-Imager at La Silla — Portrait of a Nearby Spiral Galaxy

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_4945

  3. Courtney Seligman - NGC 4945

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 4945