NGC 7331

  • NGC 7331, þyrilvetrarbraut, vetrarbraut
    Þyrilvetrarbrautin NGC 7331 í stjörnumerkinu Pegasusi. Mynd: Paul Mortfield og Dietmar Kupke/Flynn Haase/NOAO/AURA/NSF
Helstu upplýsingar
Tegund: Þrilvetrarbraut
Stjörnulengd:
22klst 37mín 04,1s
Stjörnubreidd:
+34° 24′ 56"
Fjarlægð:
40 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+10,4
Stjörnumerki: Pegasus
Önnur skráarnöfn:
UGC 12113

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði vetrarbrautina árið 1784.

NGC 7331 er álíka stór og vetrarbrautin okkar og svipuð að uppbyggingu. Hún er bjartasta vetrarbrautin í hópi vetrarbrauta sem við hana er kenndur (NGC 7331 hópurinn).

Miðbungan í NGC 7331 snýst í öfuga átt miðað við skífuna sjálfa, sem er harla óvenjulegt. Erfitt er að útskýra hvers vegna svo er en líklega hefur þetta gerst eftir að efni féll inn að henni. 

Árið 1959 sást sprengistjarnan SN 1959D í NGC 7331. Hana fundu stjörnufræðingurinn Milton Humason og H. S. Gates við Palomar stjörnustöðina.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_7331