NGC 92

  • NGC 92, þyrilvetrarbraut, kvintett Roberts
    Þyrilvetrarbrautin NGC 92 í stjörnumerkinu Fönix. Mynd: ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilvetrarbraut (SA(s))
Stjörnulengd:
00klst 21mín 31,7s
Stjörnubreidd:
-48° 37′ 29"
Fjarlægð:
160 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+13,9
Stjörnumerki: Fönix
Önnur skráarnöfn:
PGC 1388, ESO 194-G012

Enski stjörnufræðingurinn John Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þann 30. september árið 1834.

NGC 92 er minni en vetrarbrautin okkar, um 80 þúsund ljósár í þvermál. Út frá henni liggur armur úr stjörnum sem er 100 þúsund ljósár að lengd, líklega vegna þyngdarverkana við nágranna sína.

Kvartett Roberts

NGC 92 tilheyrir kvartett Roberts, þéttum hópi fjögurra mjög ólíkra vetrarbrauta — NGC 87, NGC 88, NGC 89 og NGC 92 — sem eru um það bil að renna saman. Hópurinn er samankominn á svæði sem er aðeins 150 þúsund ljósár á breidd.

John Herschel uppgötvaði þennan hóp og ætti hann því að vera nefndur eftir honum. Hins vegar ákváðu höfundar NGC skrárinnar að nefna ýmsa vetrarbrautahópa eftir fjölskyldumeðlimum sínum, upp á grínið. Í þessu tilviki er hópurinn nefndur eftir bróður eins af höfundunum.

Myndin hér undir var tekin með FORS2 mælitækinu á Very Large Telescope Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli (ESO) og sýnir hún hópinn allan. Efst til hægri er NGC 87, óregluleg vetrarbraut sem líkist fylgivetrarbrautum okkar, Magellansskýjunum. Í miðjunni er NGC 88, þyrilvetrarbraut með dreifðan ytri hjúp, líklega úr gasi. Neðar við miðju er NGC 89, önnur þyrilvetrarbraut með tvo stóra þyrilarma. Vinstra megin sést svo NGC 92, stærsta vetrarbrautin í hópnum.

Með gögnum VLT gátu stjörnufræðingar rannsakað virk stjörnumyndunarsvæði eða röfuð vetnisský í kvartett Roberts. Í NGC 92 fundust yfir 200 slík svæði milli 500 og 1500 ljósár að stærð. Í NGC 87 fundust 56 röfuð vetnisský en mun færri í hinum vetrarbrautunum tveimur. Greinilegt er að stjörnumyndunin er að aukast vegna víxlverkunar milli kvartettsins.

Kvartett Roberts, vetrarbrautahópur,
Kvartett Roberts á mynd Very Large Telescope ESO. Mynd: ESO

Heimildir

  1. ESO.org - Cosmic Portrait of a Perturbed Familiy

  2. NASA/IPAC Extragalactic Database - NGC 92