Fönix

  • stjörnukort, stjörnumerki, Fönix
    Kort af stjörnumerkinu Fönix
Helstu upplýsingar
Latneskt heiti:
Phoenix
Bjartasta stjarna: α Phoenicis
Bayer / Flamsteed stjörnur:
25
Stjörnur bjartari +3,00:
1
Nálægasta stjarna:
Gliese 915
(27 ljósár)
Messier fyrirbæri:
0
Loftsteinadrífur:
Fönikítar
Sést frá Íslandi:
Nei

Uppruni

Stjörnumerkið Fönix á rætur að rekja til loka 16. aldar. Þá bjó hollenski kortagerðamaðurinn Petrus Plancius til merkið út frá þeim stjörnum sem landar hans, sæfarendurnir Pieter Dirkszoon Keyser og Frederick de Houtman, skrásettu í fyrstu leiðangrum Hollendinga til Austur Indía. Stjörnumerkið birtist fyrst á hnattlíkandi Planciusar og landa hans Jodocus Hondius í Amsterdam árið 1598.

Stjörnumerkið Fönix er nefnt eftir fuglinum goðsagnarkennda sem sagður var líkjast stórum erni með rauðar, bláar, fjólubláar og gulllitaðar fjaðrir. Fönix gat lifið í 500 ár en undir lok ævi sinnar bjó hann sér til hreiður úr kanil og reykelsi, efst í pálmatré og brenndi sjálfan sig. Úr öskustónni reis nýr Fönix.

Stjörnur

Fönix er mjög dauft stjörnumerki. Aðeins tvær stjörnur eru bjartari en 5. birtustig.

  • Alfa Phoenicis eða Ankaa (arabíska orðið fyrir fönix) er bjartasta stjarna merkisins (birtustig 2,4). Hún er appelsínugul risastjarna af K0.5 gerð í um 85 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stjarnan er 15 sinnum breiðari en og rúmum þúsund gráðum kaldari.

  • Zeta Phoenicis er myrkvatvístirni, svipað Algol í Perseifi, í um 280 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stjarnan breytir sýndarbirtu sinni frá 3,9 upp í 4,4 á tæpum tveimur dögum.

  • Gliese 915 er sú stjarna í stjörnumerkinu Fönix sem er næst jörðinni. Hún er hvítur dvergur, um 85% af massa sólar en á stærð við jörðina.

Djúpfyrirbæri

stjörnumerki, stjörnuhiminn, Fönix
Stjörnumerkið Fönix og nágrenni. Mynd úr Stellarium hugbúnaðinum

Í Fönix eru fáein eftirtektarverð djúpfyrirbæri.

  • NGC 92 er þyrilvetrarbraut í um 160 milljóna ljósára fjarlægð. Frá henni liggur hali úr stjörnum sem er 100.000 ljósár að lengd.

  • NGC 625 er bjálkaþyrilvetrarbraut í um 12,7 milljóna ljósára fjarlægð. Hún tilheyrir Myndhöggvarahópum.

Loftsteinadrífur

Fönikítar (e. Phoenicids) eru minniháttar loftsteinadrífa með geislapunkt í stjörnumerkinu Fönix. Þeir sjást milli 29. nóvember og 9. desember ár hvert og ná hámarki í kringum 5.-6. desember. Fönikítar sjást best frá suðurhveli jarðar, enda urðu stjörnuskoðaðar í Nýja Sjálandi, Ástralíu, Suður Afríku og við Indlandshaf þeirra fyrst varir í desember árið 1956, þegar um 100 loftsteinar sáust á klukkustund. Fönikítar eru taldir eiga rætur sínar að rekja til halastjörnunnar D/1819 W1 (Blanpain).

Júlí Fönikítar eru önnur mjög væg loftsteinadrífa með geislapunkt í stjörnumerkinu Fönix.

Stjörnukort

Stjörnukort af Fönix í prentvænni útgáfu er að finna hér.

Heimildir

  1. Ian Ridpath's Star Tales - Phoenix the phoenix

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/Phoenix_(constellation)

  3. http://meteorshowersonline.com/showers/phoenicids.html