Rósettuþokan

  • Rósettuþokan, Rósin, ljómþok
    Rósettuþokan í stjörnumerkinu Einhyrningnum. Mynd: Wikimedia Commons
Helstu upplýsingar
Tegund: Ljómþoka / lausþyrping
Stjörnulengd:
06klst 33mín 45s
Stjörnubreidd:
+04° 59′ 54"
Fjarlægð:
5200 ljósár
Sýndarbirtustig:
+9,0
Stjörnumerki: Einhyrningurinn
Önnur skráarnöfn:
Caldwell 49, Sharpless 275

Rósettuþokan er víðfeðm á himninum og sést ekki vel í gegnum stjörnusjónauka. Þess vegna bera mismunandi hlutar svæðisins mismunandi NGC númer:

  • NGC 2237 — Hluti af þokunni sem bandaríski stjörnufræðingurinn Lewis Swift uppgötvaði árið 1865.

  • NGC 2238 — Hluti af þokunni sem þýski stjörnufræðingurinn Albert Marth uppgötvaði árið 1864.

  • NGC 2239 — Hluti af þokunni sem breski stjörnufræðingurinn John Flamsteed uppgötvaði árið 1690 og svo John Herschel árið 1830.

  • NGC 2244 — Lausþyrping innan þokunnar sem breski stjörnufræðingurinn John Flamsteed uppgötvaði árið 1690 og svo John Herschel árið 1830. Í henni eru nokkrar heitar stjörnur af O-gerð sem gefa frá sér mjög orkuríka geislun og öfluga stjörnuvinda sem blása ryki í burt og mynda holrúmið í miðri Rósettuþokunni.

  • NGC 2246 — Hluti af þokunni sem bandaríski stjörnufræðingurinn Lewis Swift uppgötvaði árið 1886.

Rósettuþokan er um 130 ljósár í þvermál. Geislunin frá ungu, heitu stjörnunum í miðjunni jónar gasið í þokunni svo hún lýsist upp. Talið er að massi þokunnar sé í kringum 10.000 sólmassar.

Stjörnuþyrpingin sést með handsjónaukum og litlum stjörnusjónaukum en þokuna sjálfa er mun erfiðara að sjá og raunar birtist hún betur á ljósmyndum.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_2237

  2. Courtney Seligman - Rostte Nebula