Skartgripaskrínið

  • Skartgripaskrínið, NGC 4755, lausþyrping, stjörnuþyrping
    Skartgripaskrínið (NGC 4755) er lausþyrping í stjörnumerkinu Suðurkrossinum. Mynd: ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
12klst 53mín 42s
Stjörnubreidd:
-60° 22′
Fjarlægð:
6.400 ljósár
Sýndarbirtustig:

Stjörnumerki: Suðurkrossinn
Önnur skráarnöfn:

Franski stjörnufræðingurinn Nicolas Louis de Lacaille uppgötvaði Skartgripaskrínið árið 1751 þegar hann var við stjörnuathuganir á suðurhveli jarðar á árunum 1751-1753. Þyrpingin sést með berum augum en árið 1830 nefndi enski stjörnufræðingurinn John Herschel hana Skartgripaskrínið vegna þess hve litríkar stjörnurnar í þyrpingunni eru en þær fölbláu og appelsínugulu minntu hann á skartgripi.

Björtustu stjörnur þyrpingarinnar eru reginrisar en rauði reginrisinn Kappa Crucis sker sig úr. Nálægt þyrpingunni á himninum er stór og áberandi skuggaþoka sem nefnist Kolapokinn.

Skartgripaskrínið er ein yngsta lausþyrping sem þekkist, aðeins um 16 milljóna ára eða svo.

Heimildir

  1. Litríkt stjarnfræðilegt skartgripaskrín opnað

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_4755

  3. Courtney Seligman - NGC 4755

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 4755