Sólmyrkvi 2015

Sólmyrkvi 20. mars 2015

  • Hámark deildarmyrkva 20. mars 2015. Mynd: Gunnlaugur Björnsson/Hermann Hafsteinsson/Stjörnufræðivefurinn
    Hámark deildarmyrkva 20. mars 2015. Mynd: Gunnlaugur Björnsson/Hermann Hafsteinsson/Stjörnufræðivefurinn

Almyrkvinn stóð lengst yfir í 2 mínútur og 47 sekúndur. Almyrkvaslóðin var um 480 km á breidd og lá að mestu yfir hafi.

Þetta er mesti myrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá almyrkvanum 30. júní 1954. Við hringmyrkvann 2003 huldi tunglið mest 94% sólar.

1. Hvað er sólmyrkvi?

Sjá nánar: Sólmyrkvi

Skýringarmynd af sólmyrkva
Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á Jörðina. Almyrkvi verður þar sem alskuggi tunglsins fellur á Jörðina en utan þess mjóa svæðis verður deildarmyrkvi. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Hermann Hafsteinsson

Sólmyrkvi (solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar og myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Sólmyrkvar geta því eingöngu orðið þegar tungl er nýtt. Við almyrkva hylur tunglið skífu sólar í heild sinni en við deildar- eða hringmyrkva er aðeins hluti sólar hulinn.

Sólmyrkvar geta verið þrenns konar: Almyrkvar, deildarmyrkvar og hringmyrkvar. Við almyrkva hylur tunglið sólina alla en við deildarmyrkva hylur tunglið sólina að hluta til. Við hringmyrkva fer tunglið allt fyrir sólina en er of langt í burtu frá Jörðinni til að myrkva hana alveg. Frá Íslandi séð var sólmyrkvinn 20. mars 2015 mjög verulegur deildarmyrkvi.

Almyrkvar á sólu eru timabundin tilviljun frá náttúrunnar hendi. Frá Jörðu séð eru tunglið og sólin ámóta stór á himninum (um hálf gráða). Ástæðan er sú að sólin er um 400 sinnum stærri en tunglið að þvermáli en um leið 400 sinnum lengra í burtu frá Jörðinni en tunglið.

2. Hvar sást myrkvinn?

Ferill almyrkvarns 20. mars 2015 lá að mestu yfir haf en einnig í gegnum Færeyjar og Svalbarða.

Annars staðar í Evrópu og á Grænlandi sást deildarmyrkvi og óvíða jafn verulegur og á Íslandi.

Ferill sólmyrkvans 20. mars 2015
Ferill almyrkvans 20. mars 2015 liggur í gegnum Færeyjar og Svalbarða og á Norðurpólinn. Utan þessarar mjóu slóðar sést deildarmyrkvi og á fáum stöðum jafn verulegur og á Íslandi. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Hermann Hafsteinsson

3. Myndskeið af sólmyrkvanum

Sólmyrkvi 20. mars 2015 úr Reykjavík from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.

Sólmyrkvinn 20. mars frá Norðfirði from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.

Samanburður á sólmyrkvanum 20. mars 2015 í Reykjavík og Norðfirði from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.

4. Hve lengi stóð myrkvinn yfir?

Sólmyrkvinn stóð yfir um tvær klukkustundir. Í Reykjavík hófst hann kl. 8:38, náði hámarki kl. 9:37 og lauk kl. 10:39 föstudagsmorguninn 20. mars. Á öðrum stöðum á landinu gat munað einni til tveimur mínútum til og frá vegna snúnings Jarðar, snúnings tunglsins og staðsetningu frá almyrkvaslóðinni.

4.1 Reykjavík

Mynd
Atburður
Tími kl.
Upphaf deildarmyrkva í Reykjavík kl. 08:38 20. mars 2015
Deildarmyrkvi hefst
Tunglið snerrtir skífu sólar hægra megin (kl. 3 ef sólin er klukka).
Sól í 7 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í austri.
08:38
Deildarmyrkvi í hámarki frá Reykjavík kl. 09:37 20. mars 2015
Deildarmyrkvi í hámarki
Tunglið hylur 97,5% af skífu sólar.
Sól í 13 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í aust-suðaustri.
09:37
Lok deildarmyrkva í Reykjavík kl. 10:39 20. mars 2015
Deildarmyrkva lýkur
Tunglið færist út fyrir skífu sólar.
Sól í 18 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í suðaustri.
10:39

4.2 Ísafjörður

Mynd
Atburður
Tími kl.
Upphaf deildarmyrkva í Reykjavík kl. 08:38 20. mars 2015
Deildarmyrkvi hefst
Tunglið snerrtir skífu sólar hægra megin (kl. 3 ef sólin er klukka).
Sól í 6 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í austri.
08:41
Deildarmyrkvi í hámarki frá Reykjavík kl. 09:37 20. mars 2015
Deildarmyrkvi í hámarki
Tunglið hylur 96,4% af skífu sólar.
Sól í 11 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í aust-suðaustri.
09:40
Lok deildarmyrkva í Reykjavík kl. 10:39 20. mars 2015
Deildarmyrkva lýkur
Tunglið færist út fyrir skífu sólar.
Sól í 17 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í suðaustri.
10:42

4.3 Akureyri

Mynd
Atburður
Tími kl.
Upphaf deildarmyrkva í Reykjavík kl. 08:38 20. mars 2015
Deildarmyrkvi hefst
Tunglið snerrtir skífu sólar hægra megin (kl. 3 ef sólin er klukka).
Sól í 8 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í austri.
08:41
Deildarmyrkvi í hámarki frá Reykjavík kl. 09:37 20. mars 2015
Deildarmyrkvi í hámarki
Tunglið hylur 97,8% af skífu sólar.
Sól í 14 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í aust-suðaustri.
09:41
Lok deildarmyrkva í Reykjavík kl. 10:39 20. mars 2015
Deildarmyrkva lýkur
Tunglið færist út fyrir skífu sólar.
Sól í 18 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í suðaustri.
10:44

4.4 Norðfjörður

Mynd
Atburður
Tími kl.
Upphaf deildarmyrkva í Reykjavík kl. 08:38 20. mars 2015
Deildarmyrkvi hefst
Tunglið snerrtir skífu sólar hægra megin (kl. 3 ef sólin er klukka).
Sól í 10 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í austri.
08:41
Deildarmyrkvi í hámarki frá Reykjavík kl. 09:37 20. mars 2015
Deildarmyrkvi í hámarki
Tunglið hylur 99.4% af skífu sólar.
Sól í 16 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í aust-suðaustri.
09:42
Lok deildarmyrkva í Reykjavík kl. 10:39 20. mars 2015
Deildarmyrkva lýkur
Tunglið færist út fyrir skífu sólar.
Sól í 20 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í suðaustri.
10:46

4.5 Suðurland (Hótel Rangá)

Mynd
Atburður
Tími kl.
Upphaf deildarmyrkva 20. mars 2015. Mynd: Gunnlaugur Björnsson/Hermann Hafsteinsson/Stjörnufræðivefurinn
Deildarmyrkvi hefst
Tunglið snerrtir skífu sólar hægra megin (kl. 3 ef sólin er klukka).
Sól í 7 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í austri.
08:37
Hámark deildarmyrkva 20. mars 2015. Mynd: Gunnlaugur Björnsson/Hermann Hafsteinsson/Stjörnufræðivefurinn
Deildarmyrkvi í hámarki
Tunglið hylur 98,1% af skífu sólar.
Sól í 13 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í aust-suðaustri.
09:37
Deildarmyrkva lýkur 20. mars 2015. Mynd: Gunnlaugur Björnsson/Hermann Hafsteinsson/Stjörnufræðivefurinn
Deildarmyrkva lýkur
Tunglið færist út fyrir skífu sólar.
Sól í 19 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring í suðaustri.
10:40

5. Hvernig var hægt að fylgjast með myrkvanum?

Sólmyrkvagleraugu frá Baader með íslenskum leiðbeiningum
Sólmyrkvagleraugun eru öruggasta leiðin til að fylgjast með sólmyrkvanum 20. mars 2015

Til að fylgjast með sólmyrkva er nauðsynlegt að nota viðeigandi hlífðarbúnað, svo sem sólmyrkvagleraugu (sem voru til sölu  hjá Stjörnufræðivefnum og Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness í fjáröflunarskyni) og sólarsíur (sjá Sjónaukar.is). Allir grunnskólanemendur á Íslandi fengu sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, Stjörnufræðivefnum og Hótel Rangá.

Sólin var lágt á lofti föstudagsmorguninn 20. mars svo gæta þurfti þess að hvorki fjöll né byggingar skyggðu á hana þegar myrkvinn stóð yfir.

Þegar myrkvinn var í hámarki rökkvaði lítillega (mest á Austurlandi) og var þá mögulegt að koma auga á reikistjörnuna Venus austan við sólina (vinstra megin sólar).

Deildarmyrkvi í hámarki 20. mars 2015. Venus vinstra megin sólar. Mynd: Stjörnufræðivefurinn
Deildarmyrkvi í hámarki 20. mars 2015. Venus vinstra megin sólar. Mynd: Stjörnufræðivefurinn
Samanburður á deildarmyrkvanum í hámarki séð frá Ísafirði og Norðfirði. Mynd: Hermann Hafsteinsson/Gunnlaugur Björnsson/Stjörnufræðivefurinn
Samanburður á sólmyrkvanum 20. mars 2015 í hámarki á Ísafirði (vinstri) og Norðfirði (hægri). Mynd: Hermann Hafsteinsson/Gunnlaugur Björnsson/Stjörnufræðivefurinn

5. Myndasafn

6. Tengt efni

Heimildir

  1. Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson (2015). Almanak fyrir Ísland 2015. Háskóli Íslands

  2. Þorsteinn Sæmundsson. Sólmyrkvar í Reykjavík 1837-2015. Almanak.hi.is

  3. Total Solar Eclipse of 2015 March 20. NASA Eclipse Web Site.