Sumarþríhyrningurinn

Þótt stjörnurnar virðist allar álíka bjartar eru þær mjög ólíkar í reynd. Altair er nálægust af stjörnunum þremur í aðeins 17 ljósára fjarlægð og björt þar af leiðandi en engu að síður tífalt bjartari en sólin okkar. Vega kemur næst en hún er í 25 ljósára fjarlægð og 52 sinnum sinnum bjartari en sólin okkar. Fjarlægust er Deneb í um 1.400 ljósára fjarlægð og um 60.000 sinnum bjartari en sólin okkar! Deneb er risastjarna sem einn daginn endar ævi sína sem sprengistjarna.

Stjarna
Stjörnumerki
Sýndarbirtustig
Ljósafl (sól = 1)
Litrófsflokkur
Fjarlægð (ljósár)
Vega
Harpan
+ 0,03
52
A0
25
Deneb
Svanurinn
+ 1,25
60.000
A2
1.400
Altair
Örninn
+ 0,77
10
A7
17

Sumarþríhyrningurinn er hátt á lofti yfir Íslandi snemma hausts (í ágúst og september) en sést einnig vel hátt á lofti árla morguns á vorin. Vega er jafnframt fyrsta stjarnan sem sjáanleg er frá Íslandi í lok sumars. Í júlí og ágúst glittir í hana í hvirfilpunkti þegar birtan frá sólinni er hvað minnst. Á haustin sígur hann hægt og rólega neðar á himinninn og sést vart frá desember og ram í febrúar. Reyndar eru bæði Vega og Deneb pólhverfar frá Íslandi séð en ekki Altair.

Á suðurhveli jarðar er þríhyrningurinn „á hvolfi“ og lágt á lofti á veturna. Þar er sumarþríhyrningurinn því kallaður vetrarþríhyrningurinn.

sumarþríhyrningurinn, vega, deneb, altair, stjörnumerki
Sumarþríhyrningurinn séður að hausti frá Íslandi. Mynd: Stjörnufræðivefurinn