Tilkynningar

Messierskráin á íslensku

Einnig yfir 100 fyrirbæri úr NGC-skránni

Sævar Helgi Bragason 04. sep. 2012 Tilkynningar

Nú má nálgast upplýsingar og stjörnukort yfir öll 110 fyrirbæri Messierskrárinnar á Stjörnufræðivefnum. Þetta er í fyrsta sinn sem upplýsingar um öll fyrirbærin eru aðgengilegar á íslensku.

Messierskráin er skrá yfir 110 djúpfyrirbæri á himninum — geimþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir — sem franski stjörnufræðingurinn Charles Messier tók saman upp úr miðri 18. öld og fram til loka hennar. Fyrirbærin eru flest fremur björt og sjást með litlum stjörnusjónaukum, eins og til dæmis Messier 13 og Messier 42.

Einnig má nálgast upplýsingar um meira en 100 fyrirbæri í NGC-skránni. Sú skrá nær yfir daufari djúpfyrirbæri og byggir einkum á stjörnuathugunum ensk-þýska stjörnufræðingsins Williams Herschel.

Von okkar er sú að þessar upplýsingar komi íslensku stjörnuáhugafólki að góðum notum við að finna áhugaverð djúpfyrirbæri á næturhimninum til að skoða með eigin sjónaukum.

Tenglar

Þetta er tilkynning frá Stjörnufræðivefnum til1215