Tilkynningar

Viltu vita meira um himingeiminn?

Ný barnabók um himingeiminn komin út

Sævar Helgi Bragason 15. sep. 2013 Tilkynningar

Bókin Viltu vita meira um himingeiminn?Við erum reglulega beðnir um að mæla með góðum bókum fyrir börn um himingeiminn. Nú er loksins komin út flott bók sem við mælum heilshugar með!

Viltu vita meira um himingeiminn? er skemmtileg, harðspjalda fróðleiksbók með meira en 70 flipum til að lyfta.

Fyrir forvitna krakka er ótalmargt spennandi að skoða í himingeimnum. Í bókinni fást svör við mörgum áhugaverðum spurningum um geimskot, reikistjörnur, sólkerfið og vetrarbrautirnar.

  • Hvernig varð tunglið til?
  • Af hverju skína stjörnurnar?
  • Hvað er svarthol?

Við hjá Stjörnufræðivefnum hjálpuðum til við að þýða bókina sem gefin er út af bókaútgáfunni Rósakot. Sama bókaútgáfa gaf nýlega út samskonar flipabók um mannslíkamann.

Þetta er frábær bók fyrir börn frá 3 til 8 ára aldri eða svo.

Bókin fæst í öllum bókaverslunum en einnig er hægt að kaupa hana hér.

Við mælum heilshugar með Viltu vita meira um himingeiminn?

Með kaupum á bókinni styrkir þú Stjörnufræðivefinn!