Pólskur geimfari heldur fyrirlestur um geimferðir
      
    
    
     
      Sævar Helgi Bragason
      
        17. maí 2014
        
      
      
        
          Tilkynningar
        
      
      
        
        
            
      
     
    
  
  
  
      
    
    
    
   | 
| Miroslaw Hermaszewski | 
Mánudaginn 19. maí 2014 heldur pólski geimfarinn Miroslaw Hermaszewski fyrirlestur um geimferðir. Fyrirlesturinn fer fram í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík og hefst hann klukkan 19:00.
Miroslaw Hermaszewski er fyrsti og eini Pólverjinn sem farið hefur út í geiminn. Í júlí árið 1978 fór hann ásamt Rússanum Pyotr Klimuk með Soyuz 30 geimfari í Salyut 6 geimstöð Sovétmanna og dvaldi þar í tæplega átta daga.
Fyrirlesturinn er haldinn á vegum pólsks stjörnuáhugafólks á Íslandi, Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Háskólans í Reykjavík.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis!
Upplýsingar um viðburð
- 
Viðburður: Fyrirlestur um geimferðir
 
- 
Hvar: Stofa M101 í Háskólanum í Reykjavík
 
- 
Hvenær: Mánudagur 19. maí 2014 kl. 19:00
 
Tenglar
    
   
Pólskur geimfari heldur fyrirlestur um geimferðir
Sævar Helgi Bragason 17. maí 2014 Tilkynningar
Mánudaginn 19. maí 2014 heldur pólski geimfarinn Miroslaw Hermaszewski fyrirlestur um geimferðir. Fyrirlesturinn fer fram í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík og hefst hann klukkan 19:00.
Miroslaw Hermaszewski er fyrsti og eini Pólverjinn sem farið hefur út í geiminn. Í júlí árið 1978 fór hann ásamt Rússanum Pyotr Klimuk með Soyuz 30 geimfari í Salyut 6 geimstöð Sovétmanna og dvaldi þar í tæplega átta daga.
Fyrirlesturinn er haldinn á vegum pólsks stjörnuáhugafólks á Íslandi, Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Háskólans í Reykjavík.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis!
Upplýsingar um viðburð
Viðburður: Fyrirlestur um geimferðir
Hvar: Stofa M101 í Háskólanum í Reykjavík
Hvenær: Mánudagur 19. maí 2014 kl. 19:00
Tenglar
http://en.wikipedia.org/wiki/Mirosław_Hermaszewski