Tilkynningar

Námsefni um Galíleósjónaukann orðið aðgengilegt

Sævar Helgi Bragason 15. nóv. 2011 Tilkynningar

Stjörnufræðivefurinn hefur gefið út námsefni fyrir Galíleósjónaukann sem gefinn var öllum grunn- og framhaldsskólum á Íslandi árið 2011 (stj1106). Verkefnin hæfa nemendum á mið- og efsta stigi grunnskóla jafnt sem framhaldsskólanemum.

Einnig er aðgengilegt námsefni úr heimildarmyndinni Eyes on the Skies sem fylgdi öllum sjónaukunum.

Allt námsefnið er aðgengilegt hér.

Kennarar eru hvattir til að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna eða ef eitthvað mætti betur fara. Best er að senda tölvupóst á [email protected].

Þetta er tilkynning frá Stjörnufræðivefnum til1118