Komdu og skoðaðu sólina 17. júní
      
    
    
     
      Sævar Helgi Bragason
      
        13. jún. 2012
        
      
      
        
          Tilkynningar
        
      
      
        
        
            
      
     
    
  
  
  
      
    
    
    Ef veður leyfir þjóðhátíðardaginn 17. júní næstkomandi gefst þér kostur á að skoða sólina á öruggan hátt undir leiðsögn stjörnuáhugafólks víða um land.
Félagsmenn í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness munu setja upp sólarsjónauka á Austurvelli frá klukkan 14:00 til 17:00 og sýna áhugasömum sólbletti og sólgos, ásamt því að fræða fólk um undur sólarinnar.
Á Akureyri býður Stjörnu-Odda félagið upp á sólskoðun við Menntaskólann á Akureyri, við Möðruvelli nánar tiltekið, frá klukkan 13:00.
Í Vestmannaeyjum munu félagsmenn í Stjörnufræðifélagi Vestmannaeyja einnig bjóða upp á sólskoðun.
Og að lokum verður hægt að skoða sólina á Þingeyri undir dyggri stjórn Jóns Sigurðssonar, stjörnuáhugamanns.
Þá er bara að vona að veðrið verði hagstætt og að sú gula láti sjá sig.
Þverganga Venusar 5.-6. júní 2012 from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.
    
   
Komdu og skoðaðu sólina 17. júní
Sævar Helgi Bragason 13. jún. 2012 Tilkynningar
Ef veður leyfir þjóðhátíðardaginn 17. júní næstkomandi gefst þér kostur á að skoða sólina á öruggan hátt undir leiðsögn stjörnuáhugafólks víða um land.
Félagsmenn í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness munu setja upp sólarsjónauka á Austurvelli frá klukkan 14:00 til 17:00 og sýna áhugasömum sólbletti og sólgos, ásamt því að fræða fólk um undur sólarinnar.
Á Akureyri býður Stjörnu-Odda félagið upp á sólskoðun við Menntaskólann á Akureyri, við Möðruvelli nánar tiltekið, frá klukkan 13:00.
Í Vestmannaeyjum munu félagsmenn í Stjörnufræðifélagi Vestmannaeyja einnig bjóða upp á sólskoðun.
Og að lokum verður hægt að skoða sólina á Þingeyri undir dyggri stjórn Jóns Sigurðssonar, stjörnuáhugamanns.
Þá er bara að vona að veðrið verði hagstætt og að sú gula láti sjá sig.
Þverganga Venusar 5.-6. júní 2012 from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.