Gæða Júpíter lífi í myndskeiði

Kjartan Kjartansson 01. mar. 2017 Blogg

Hópur áhugamanna hefur skeitt saman fjölda mynda af Júpíter til að sýna hreyfingar storma og skýja í lofthjúpi gasrisans.

Þó að ljósmyndir af rauðleitum skýjum Júpíters séu glæsilegar geta þær ekki fyllilega gert iðandi stormum og skýjum stærstu reikistjörnu sólkerfisins skil. Til að sýna snúning og ferð þessara veðrakerfa eins og Stóra rauða blettsins hefur hópur áhugamanna skeitt saman fleiri en þúsund háskerpumyndum sem 91 áhugastjörnufræðingur um allan heim hefur tekið í myndskeið.

Myndirnar voru teknar á 102 daga tímabili frá desember árið 2014 til mars 2015. Saman sýna þær 250 snúninga Júpíters sem búið er að hraða milljónfalt. Meira en ár tók að setja myndskeiðið saman en það ber titilinn „Ferðalag til Júpíters“.

Þökk sé vinnu áhugamannanna er nú hægt að njóta þess að horfa á Stóra rauða blettinn hringsnúast og fylgjast með skýjum og minnu stormunum sem setja svip sinn á Júpíter.

https://www.youtube.com/watch?v=YZc1Y662jtk