Mars, Venus og tunglið saman í vestri

Sævar Helgi Bragason 27. feb. 2017 Blogg

Horfðu til himins í kvöld — 1. mars. Við sólsetur er einstaklega falleg samstaða vaxandi tungls, Mars og Venusar.

  • Tunglið, Mars og Venus saman í vestri

Horfðu til himins í kvöld — 1. mars. Við sólsetur er einstaklega falleg samstaða vaxandi tungls, Mars og Venusar. Sérðu hvernig næturhlið tunglsins (dimmi hlutinn) er dauflega upplýst af jarðskini?

Nýttu tækifærið því þetta er í síðasta í vetur sem þú getur virt þríeykið með berum augum. Undir mánaðarlok verður Venus á milli Jarðar og sólar og hverfur þá af kvöldhimninum.

Gríptu með þér handsjónauka og beindu honum að Mars. Í sjónsviðinu, rétt fyrir neðan Mars, er bláleit stjarna

Með stjörusjónauka sést að Venus er örmjó sigð, rétt eins og tunglið í kvöld. Hinn 25. mars verður Venus í innri samstöðu við Jörð, þ.e. á milli Jarðar og sólar eða því sem næst. Eftir það tekur hún að birtast á morgunhimninum.

Horfðu til himins!