Tunglið við Regnstirnið og Aldebaran

Sævar Helgi Bragason 20. feb. 2017 Blogg

Horfðu til himins í kvöld — 4. mars. Tunglið verður skammt frá stjörnuþyrpingu og rauðri risastjörnu.

  • Tunglið við Regnstirnið og Aldebaran

Í kvöld — 4. mars — skín tunglið, sem er vaxandi sigð, nálægt Aldebaran, björtustu stjörnunni í nautsmerkinu. Allt í kring sjást stjörnurnar í stjörnuþyrpingunni Regnstirninu. Skoðaðu svæðið með handsjónauka.

Aldebaran er ekki hluti af Regnstirninu. Hún er rauð risastjarna í um 60 ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Á himninum virkar Aldebaran rauðgul, ekki ósvipuð Betelgás í Óríon sem er skammt fyrir neðan.

Stjörnumerkið Nautið er við sólbauginn svo fyrir kemur að tunglið gangi fyrir Regnstirnið og Aldebaran. Það gerist einmitt í kvöld en því miður er stjörnumyrkvinn (eins og slíkur atburður kallast) ekki frá Íslandi, heldur Norður Ameríku og Kyrrahafi.

Horfðu til himins!