Norðurljósaútlit 6.-12. febrúar

Sævar Helgi Bragason 06. feb. 2017 Blogg

Jörðin fer inn í geiraskil í sólvindi hinn 7. febrúar sem gæti valdið nokkuð líflegum norðurljósum á þriðjudagskvöld. Daginn eftir má búast við norðurljósum af völdum sólvinds sem berst út úr lítilli kórónugeil en áhrifa hans gætir líklegast á miðvikudag og fimmtudag.

  • Kórónugeil 6. febrúar 2017
Dagur Mánaðardagur Kp-gildi um miðnætti
Mánudagur 6. febrúar 3
Þriðjudagur 7. febrúar 4
Miðvikudagur 8. febrúar 4
Fimmtudagur 9. febrúar 4
Föstudagur 10. febrúar 2
Laugardagur 11. febrúar 2
Sunnudagur 12. febrúar 2

Tunglið er vaxandi og verður fullt 10. febrúar. Aðfaranótt laugardagsins 11. febrúar verður hálfskuggamyrkvi á tungli. Sjá nánar: Stjörnuhiminninn í febrúar.