Norðurljósaútlit 13.-19. febrúar

Sævar Helgi Bragason 12. feb. 2017 Blogg

Á sólinni er kórónugeil en líklega fer sólvindurinn úr henni norður yfir Jörðina og hefur því lítil áhrif. Vikan verður róleg en mestar líkur eru á ágætum norðurljósum 14.-16. febrúar.  

  • Kórónugeil 13. febrúar 2017
Dagur Mánaðardagur Kp-gildi um miðnætti
Mánudagur 13. febrúar 2
Þriðjudagur 14 febrúar 3
Miðvikudagur 15. febrúar 4
Fimmtudagur 16. febrúar 3
Föstudagur 17. febrúar 3
Laugardagur 18. febrúar 3
Sunnudagur 19. febrúar 2

Tunglið er minnkandi og verður á síðasta kvartili 18. febrúar. Sjá nánar: Stjörnuhiminninn í febrúar.