Norðurljósaútlit 20.-26. febrúar

Sævar Helgi Bragason 20. feb. 2017 Blogg

Óvenjubreið kórónugeil er á sólinni og þótt sólvindurinn úr henni fari að mestu framhjá Jörðinni er útlit fyrir ágætis norðurljósaviku. Mest gæti virknin orðið föstudaginn 24. febrúar en eftir helgi gætu orðið lítilsháttar segulstormar. 

  • Kórónugeil 20. febrúar 2017
Dagur Mánaðardagur Kp-gildi um miðnætti
Mánudagur 20. febrúar 4
Þriðjudagur 21 febrúar 3
Miðvikudagur 22. febrúar 4
Fimmtudagur 23. febrúar 4
Föstudagur 24. febrúar 4
Laugardagur 25. febrúar 4
Sunnudagur 26. febrúar 3

Tunglið er minnkandi og verður nýtt 26. febrúar. Sjá nánar: Stjörnuhiminninn í febrúar.