Norðurljósaútlit 30. jan-5. feb

Sævar Helgi Bragason 30. jan. 2017 Blogg

Sólvindur úr stórri kórónugeil (dökka svæðið á miðri sólskífunni) ætti að ná til Jarðar 1. febrúar. Daginn áður fer Jörðin inn í geiraskil í sólvindi sem geta valdið nokkuð kröftugum norðurljósum 31. janúar.

  • Kórónugeil 30. janúar 2017

 

Dagur Mánaðardagur Kp-gildi um miðnætti
Mánudagur 30. janúar 3
Þriðjudagur 31 janúar 5
Miðvikudagur 1. febrúar
5
Fimmtudagur 2. febrúar
4
Föstudagur 3. febrúar
4
Laugardagur 4. febrúar
4
Sunnudagur 5. febrúar
4

Tunglið er vaxandi vikuna 30. janúar til 5. febrúar og verður hálft vaxandi 4. febrúar.  Sjá nánar: Stjörnuhiminninn í febrúar.