Listi yfir björtustu stjörnur himins

Margar þessara stjarna eru tví- eða þrístirni (Kastor í Tvíburunum er meira að segja sexstirni). Þar sem þær eru svo langt í burtu sjáum við þær samt yfirleitt sem einn ljóspunkt og því leggst ljósafl allra stjarnanna í kerfinu saman. Undantekningin frá þessu er þrístirnið Alfa Centauri.

Lesendur taka vafalaust eftir því að bjartasta stjarnan er yfirleitt táknuð með fyrsta bókstaf gríska stafrófsins (alfa). Kemur það til af því að frá um 1600 hefur gríska stafrófið verið notað til þess að raða stjörnum í hverju stjörnumerki eftir sýndarbirtu eftir því hvað þær virðast bjartar. Það var ekki fyrr en í kringum aldamótin 1900 að stjarneðlisfræðin sleit barnsskónum. Þá gátu stjörnufræðingar metið fjarlægðir til stjarnanna og fundið út hvað þær voru bjartar í raun og veru (reyndarbirta og ljósafl).

  Stjarna
Stjörnumerki
Sýndarbirta
Reyndarbirta
Ljósafl (sól = 1)
Fjarlægð (ljósár)
Litrófsgerð
Ath.
  Sólin
13 í dýrahringnum
-26,74
+4,83
1
-
G2 V
Sést að degi til
1
Síríus
Stórihundi
-1,46
+1,42

8,6
A1 V

2
Kanópus
Kjölurinn
-0,72
-5,5

310
F0 ia

3
Alfa Centauri
Mannfákurinn
-0,27
+4,1

4,4
G2 V
Þrístirni
4
Arktúrus
Hjarðmaðurinn
-0,04
-0,3

37
K1,5 III
 
5
Vega
Harpan
0,03
+0,6

25
A0 V
 
6
Kapella
Ökumaðurinn
0,08
-0,5

42
G8 III
G1 III
Tvístirni
7
Rígel
Óríon
0,12
-6,7

770
B8 Iab
 
8
Prókýon
Litlihundur
0,34
+2,7

11
F5 IV-V
 
9
Akernar
Fljótið
0,50
-2,8

140
B3 Vpe
 
10
Betelgás
Óríon
0,58
-5,1

640
M2 Iab
 
11
Hadar
Mannfákurinn
0,60
-4,6
  530
B1 III
 
12
Altair
Örninn
0,77
+2,2
  17
A7 V
 
13
Acrux
Suðurkrossinn
0,81
-4,1
  320
B1 V
 
14
Aldebaran
Nautið
0,85
-0,6
  65
K5 III
 
15
Spíka
Meyjan
1,04
-3,6
  260
B1 IIV-IV
B2 V
 
16
Antares
Sporðdrekinn
1,09
-5,3
  600
M1,5 Iab-b
 
17
Pollux
Tvíburarnir
1,15
+1,1
  34
K0 IIIb
 
18
Fomalhaut
Suðurfiskurinn
1,16
+1,7
  25
A3 V
 
19
Deneb
Svanurinn
1,25
-7,0
  1.550
A2 Ia
 
20
Becrux
Suðurkrossinn
1,30
-3,9
  350
B0,5 IV
 
21
Regúlus
Ljónið
1,35
-3,9
  77
B7 V
 
22
Adhara
Stórihundur
1,51
-4,1
  430
B2 Iab
 
23
Kastor
Tvíburarnir
1,57
+0,5
  50
A1 + A2
 
24
Gacrux
Suðurkrossinn
1,59
-0,6
  88
M4 III
 
25
Shaula
Sporðdrekinn
1,62
-5
  700
B1,5-2 IV
 

Alfa Centauri er þrístirni og er fjarlægðin mili tveggja björtustu stjarnanna að jafnaði rúmlega 20 stjarnfræðieiningar sem er svipað og fjarlægðin frá sólinni til Úranusar. Björtustu stjörnurnar tvær eru ekkert ósvipaðar sólinni að stærð og gerð.

Þriðja stjarnan í þrístirninu heitir Proxima Centauri. Proxima er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar í um 4,22 ljósára fjarlægð. Hún er rauður dvergur og svo dauf að hún sést ekki með berum augum. Það tekur hana tugþúsundir ára að ferðast umhverfis hinar tvær sem skýrist af því að Proxima er í um 0,2 ljósára fjarlægð frá hinum stjörnunum og sést raunar á allt öðrum stað í stjörnumerkinu Mannfáknum!