Parsek

Kílóparsek

1 kílóparsek = 3260 ljósár

Fjarlægðir sem nema meira en þúsund parsekum eru gefnar í kílóparsekum (kpc). Stjörnufræðingar nota venjulega kílóparsek til að tjá fjarlægðir innan vetrarbrauta eða innan vetrarbrautaþyrpinga.

  • Miðja Vetrarbrautarinnar okkar er um 8000 parsek eða 8 kpc frá jörðinni. Vetrarbrautin í heild er um 30 kpc í þvermál.
  • Andrómeduvetrarbrautin er um 760 parsek frá jörðinni.

Megaparsek

1 megaparsek = 3.262.000 ljósár

Fjarlægðir sem eru yfir milljón parsek eru tilgreindar í megaparsekum (Mpc). Stjörnufræðingar mæla venjulega megaparsek til að lýsa fjarlægðum milli vetrarbrauta og vetrarbrautaþyrpinga.

  • Andrómeduvetrarbrautin er 0,77 Mpc frá jörðinni
  • Meyjarþyrpingin, nálægasta stóra vetrarbrautaþyrpingin, er um 18 Mpc frá jörðinni

Gígaparsek

1 gígaparsek = 3.262.000.000.000 ljósár

Eitt gígaparsek samsvarar einum milljarði parseka. Þetta er stærsta mælieining sem notuð er fyrir alheiminn. Stjörnufræðingar nota gígaparsek fyrir stórgerð alheims, fjarlægðir milli vetrarbrautaþyrpinga og til dulstirna svo dæmi séu tekin.

Tengt efni

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2010). Parsek. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/alheimurinn/parsek(sótt: DAGSETNING).