Stóra Magellanskýið

Helstu upplýsingar
Stjörnumerki: Sverðfiskurinn/Borðið
Stjörnulengd:
05klst 23m 34,5s
Stjörnubreidd:
-69° 45' 22“
Fjarlægð:
170.000 ljósár
Tegund:
Dvergvetrarbraut
Sýndarbirtustig: 0,9
Önnur skráarnöfn:
ESO 56, PGC 17223

Stóra Magellanskýið er óregluleg vetrarbraut sem fylgir Vetrarbrautarinni okkar. Hún er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er því þriðja nálægasta vetrarbrautin við okkur en aðeins dvergsporvalan í Bogmanninum og dvergvetrarbrautin í Stórahundi eru nálægari. Stóra Magellanskýið inniheldur um 10 milljarða sólmassa af efni og er um 14.000 ljósár í þvermál. Vetrarbrautin er hin fjórða stærsta í Grenndarhópnum á eftir Andrómeduþokunni, Vetrarbrautinni okkar og Þríhyrningsþokunni.

Stóra Magellanskýið er oft skilgreint sem óregluleg bjálkaþyrilþoka enda hefur hún áberandi bjálkaform í miðjunni. Það bendir til þess að hún hafi áður verið bjálkaþyrilþoka sem flóðkraftar Vetrarbrautarinnar og Litla Magellanskýsins hafi aflagað.

Stóra Magellanskýið sést með berum augum himinhvolfinu, fjarri allri ljósmengun, á suðurhveli jarðar. Skýið er á mörkum stjörnumerkjanna Borðsins og Sverðfisksins.