Llano de Chajnantor

Stjörnstöð í Chile

  • ALMA, Chajnantor, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array
    Sýn listamanns á Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) á Chajnantorsléttunni í Chile. Mynd: ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)/L. Calçada (ESO)
Helstu upplýsingar
Samtök: Fjölþjóðleg
Staðsetning:
Atacamaeyðimörkin í Chile
Hæð:
5.104 m.y.s.
Veður:
Þurrasti staður heims fyrir útvarpsstjörnufræði
Stofnað:
1999

Stjörnustöðin á Llano de Chajnantor er í 5.104 metra hæð yfir sjávarmáli í Atacamaeyðimörkinni í Chile, 50 kílómetrum austan við smábæinn San Pedro de Atacama. Llano de Chajnantor er skraufþurr slétta — óbyggileg mönnum — en framúrskarandi til hálfsmillímetra stjörnufræði. Vatnssameindir í lofthjúpi jarðar gleypa hálfsmillímetra geislun svo nauðsynlegt er vera á mjög þurrum stað fyrir þessa tegund útvarpsstjörnufræði. Á sléttunni eru nokkrir stærstu og dýrustu stjörnusjónaukar á jörðinni, til dæmis Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA).

Sjónaukar

Á Llano de Chajnantor eru eftirfarandi sjónaukar:

Tengt efni

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2011). Llano de Chajnantor. Stjörnufræðivefurinn http://www.stjornuskodun.is/alheimurinn/rannsoknir/llano-de-chajnantor sótt (DAGSETNING)