5. nóv. 2012 Vefvarp

Sjónaukinn 2. þáttur - Horft til himins í nóvember

  • Sjónaukinn, vefvarp, vefþáttaröð, podcast, vodcast

Í öðrum þætti Sjónaukans er fjallað um það sem sjá má á stjörnuhimninum yfir Íslandi í nóvember. Sagt frá Galíleótunglunum við Júpíter sem eru svo sannarlega heillandi staðir. Fjallað er um Tycho, sem er með mest áberandi gígum á tunglinu okkar en hann varð til fyrir um 100 milljónum ára. Að lokum er sagt frá frægustu loftsteinadrífu himins sem sést í nóvember ár hvert.

Framleiðendur eru Stjörnufræðivefurinn og Geimstöðin . Umsjónarmaður þáttarins er Sævar Helgi Bragason, einn af ritstjórum Stjörnufræðivefsins.

Sjáðu þáttinn hér undir!

Sjónaukinn - 2. þáttur - Horft til himins í nóvember from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.

Umsjón: Sævar Helgi Bragason og Andri Ómarsson
Þulur: Sævar Helgi Bragason
Eftirvinnsla: Andri Ómarsson
Myndefni: Andri Ómarsson, ESO, NASA, Björn Jónsson
Tónlist: Zero Project
Myndakort: Stellarium

Tenglar