5. ágú. 2010 Vefvarp

ESOcast 20: Fjölhnatta sólkerfi uppgötvað

Evrópskir stjörnufræðingar hafa fundið allt að sjö reikistjörnur á braut um fjarlæga stjörnu sem líkist sólinni okkar.

  • podcast_fjolhnatta

Upplausnir myndskeiðs

Stjörnufræðingar hafa með hjálp HARPS litrófsrita ESO fundið sólkerfi að minnsta kosti fimm reikistjarna á braut um stjörnuna HD 10180. Stjörnufræðingarnir fundu að auki vísbendingar um tvær aðrar reikistjörnur. Verði tilvist annarrar þeirrar staðfest yrði hún sú massaminnsta sem fundist hefur hingað til. Þetta sólkerfi geymir því svipaðan fjölda reikistjarna og sólkerfið okkar (sjö reikistjörnur í samanburði við átta í sólkerfinu okkar). Auk þess fann rannsóknahópurinn vísbendingar um að fjarlægðir reikistjarnanna frá móðurstjörnunni fylgi ákveðinni reglu, nokkuð sem einnig sést í sólkerfinu okkar. (Sjá frétt frá ESO á íslensku)

Í þessu myndskeiði er skýrt hvernig reikistjörnunar fundust og hvað við vitum um það.

Kreditlisti:

ESO. Klipping og myndvinnsla: Martin Kornmesser og Luis Calcada. Klipping: Herbert Zodet. Vef- og tækniaðstoð: Lars Holm Nielsen og Raquel Yumi Shida. Handrit: Henri Boffin. Þulur: Dr. J. Tónlist: movetwo. Myndir og myndskeið: ESO. Leikstjóri: Herbert Zodet. Framleiðandi: Lars Lindberg Christensen.