Tólf ný tungl fundin við Júpíter

Sævar Helgi Bragason 17. júl. 2018 Fréttir

Stjörnufræðingar finna tólf áður óþekkt tungl við Júpíter, þar af eitt sem sker sig úr

  • Júpíter 3. apríl 2017

Hópur stjörnufræðinga undir forystu Scott Sheppard við Carnegie-háskola í Bandaríkjunum hafa fundið tólf ný tungl við Júpíter , stærstu plánetu sólkerfisins. Júpíter hefur því að minnsta kosti 79 fylgitungl, mun fleiri en nokkur önnur reikistjarna.

Jupiter_Moons_Recovery_0Öll tunglin eru mjög smá, aðeins 1 til 3 kílómetrar að breidd. Sjö þeirra eru meira en 20 milljón km frá Júpíter og ganga í gagnstæða átt miðað við snúningsstefnu Júpíters, þ.e. aftur á bak miðað við snúning plánetunnar.

Áttunda tunglið sker sig þó úr því það snýst í sömu átt og Júpíter. Braut þessa tungls hallar miðað við hin tunglin svo það gæti hæglega rekist á eitthvert hinna í framtíðinni. Þetta tungl gæti ennfremur verið brot úr stærri árekstri sem varð í fortíðinni.

Tunglin urðu að öllum líkindum ekki til í kringum Júpíter í upphafi. Sennilegast eru þetta smástirni sem hættu sér of nærri Júpíter sem fangaði þau og hafa þau verið föst þar síðan.

Tunglin fundust fyrir slysni vorið 2017. Teymi Sheppards var að leita að Plánetu 9 í útjaðri sólkerfisins þegar tunglin komu í leitirnar en svo vildi til að Júpíter var á sama svæði á himninum á sama tíma. Stjörnufræðingarnir notuðu sjónauka í Cerro Tololo stjörnustöðinni í Chile.

Tunglin tíu hafa enn ekki fengið opinber nöfn en það bíður örnefnanefndar Alþjóðasambands stjarnfræðinga að samþykkja tillögur vísindamnannanna sem fundu tunglin.

Satúrnus hefur næst flest tungl (62), svo Úranus (27), síðan Neptúnus (14), þá Mars (2) og loks Jörðin (1). 

Heimild: Fréttatilkynning Carnegie